Aðalástæðan af hverju 95% fyrirtækja lifa ekki lengur af enn tíu ár.
Hugsaðu um þessa tölfræði! 5% prósent lifa lengur enn tíu ár, enn eru þau í gróða? Af hverju vaxa svona fá fyrirtæki og verða arðbær?
95% fyrirtækja lifa ekki lengur enn tíu ár
80% lifa ekki af tvö ár.
Ég skal segja þér það sem ég sé: Munurinn er hversu staðráðnir leiðtogar fyrirtækjanna eru. Hversu mikinn drifkraft og löngun þeir hafa í að komast á betri stað og læra færni sem skiptir máli. Það að hafa færnina í fyrsta sæti er það sem skilar inn tekjum.
Einfald sagt, þá þarf að vera hægt að mynda nógu mikið sjóðstreymi með nægilega hárri framlegð til að halda uppi og efla reksturinn. Endurtekin og arðbær sala er undirstaða fyrirtækis þíns. Súrefnið. Án þeirra mun fyrirtæki þitt deyja. Ef þú hefur getu til að auka tekjur þínar með hagnaði er nánast ekkert viðskiptavandamál sem þú getur ekki leyst. Sala eða það að selja skiptir því höfuð máli! Selja, selja, selja!
Dæmi: Mcdonalds sýnir að það er ekki bestu borgararnir sem vinna heldur þeir sem selja mest. Það verður að vera skilvirkt sölukerfi til staðar til að fyrirtæki hafi súrefni í formi peninga eða sjóðstreymis til að geta vaxið og dafnað.
Fyrirtæki eru oft stofnuð af “listamanninum”, leiðsögumanninum eða kokkinum, sem reynir að breyta listinni sinni í fyrirtæki. Þessum kokki er ætlað að vita hvernig á að reka fyrirtæki, hvernig á að eignast viðskiptavini og aðgreina sig frá hundruðum annarra fyrirtækja sem öll segjast gera það sama. Á leiðinni reyna þeir að reikna út allt þetta „sölu- og markaðssetningar dót“ á meðan þeir eru að halda upp mörgum boltum eins og að sigla inn í hið óþekkta og reka sprotafyrirtæki.
Hver er þar með munurinn á kokki sem byrjar veitingarekstur og 20 árum seinna gerir sér grein fyrir að hann hefur búið sér til “starf” og ekki fyrirtæki, þar sem hann skiptir á tíma og peningum, og annars kokks sem byrjar veitingarekstur og á 10 árum er með 16 staði og selur það síðan fyrir tugi ef ekki hundruði milljóna? Eins og með Mcdonals, þá er munurinn er ekki í matnum; það er í markaðssetningu og sölunni á matnum. Aftur komum við inn á mikilvægi þess að selja!
Það sem ég er að segja þér kæri mögulegi viðskiptavinur, er að vera með gott og skilvirkt markaðskerfi og sölukerfi, hvort sem þú kemur því á í gegnum okkur eða aðra.
Skoðaðu að læra af staðreyndum sögunnar og breyta áherslunum í ákvarðannatökunni þinni þegar það kemur að núinu og framtíðinni.
Allt í heiminum í dag … byrjaði á hugmyndinni um það. Viljinn þinn til að vilja virkilega lífið þitt og vilja komast áfram er það sem þú átt. Að hvaða næsta góða markmiði viltu hreyfast að?
Við viljum hjálpa og sjá þig vaxa. Taktu brainstorm fund með okkur!
Birgir R Jóa meðstofandi Mogi Markaðsstofu.
Mynd tekin héðan: https://www.actian.com/company/blog/maximize-customer-lifetime-value-using-historical-data-to-predict-future-buying-behavior/
Grein innblásinn af:
http://anisometric-inc.com/this-is-the-number-1-reason-why-businesses-fail/ : Þú verður að vera með kerfið og hæfnina að ná í viðskiptavini og selja þeim.
https://www.starmicronics.com/blog/top-5-reasons-why-small-businesses-fail/#:~:text=According%20to%20the%20U.S.%20Small,within%20the%20first%20five%20years.&text=To%20determine%20how%20to%20succeed,why%20small%20businesses%20typically%20fail. Þú verður að hafa samfélag, bæði af birgjum og viðskiptavinum. Allir vinna fyrir þig í að selja.
og bókinni sell like crazy frá Subi Sabry. : Verður að hafa sölukerfi! <— Þessi bók talar um mikilvægi þess að selja og selja og selja.
https://www.visualcapitalist.com/why-do-businesses-fail/ 99% allra fyrirtækja í USA hafa 100 eða færri starfsmenn!
ÍSLENSKT FYRIRTÆKI: