Við stofnuðum Mogi af því að okkur virkilega langaði til þess. Það eru margar áskorannir sem koma allar heim og saman í Men of good ideas eða Mogi. Sjáðu til dæmis að:
Allt er að verða stafrænt: Í fyrsta lagi þá er allur heimurinn á hraðri leið að verða svo digital, eða stafrænn, og við ætlum að vera með, hvað með þig, viltu koma og læra og vaxa með okkur? Við hjálpum og kennum þér á sama tíma og göngum út frá að svo siglir þú einn og sjálfur og tekur við keflinu. Við erum með markaðsþekkinguna, verkfræðikunnáttu og góðir í stafrænni markaðssetningu … og svo heiðarlegir sem við teljum mikilvægt fyrir okkur sjálfa … og kannski þig líka?
Við sjálfir erum svo á réttum stað: Markaðsfræði er rosalega skemmtileg fyrir okkur. Stórt bros … við njótum að tala um hvernig við fyrirtæki geti vaxið og komi sér og þjónustu sinni á framfæri. Við erum að segja við þig “Þú verður að vera persónulegur og þora að vera þú”. Þú átt að markaðssetja sjálfa(n) þig með þjónustunni þinni.
Tveir punktar: taktu myndir af þér og þínu fyrirtæki eða þinni hugmynd og settu á instagram
Taktu þar að auki oft og margar myndir af því sem þú gerir fyrir þína viðskiptavini … það hjálpar öðrum að skilja hvað þú gerir og fólk kann svo vel við að sjá annað fólk nota vöruna þína og treystir þér þá meira.
Við komum úr ferðaþjónustunni: Síðstu 5 ár höfum við starfað í ferðaþjónstu og ætlum að leggja áherslu á hjálpa þér og greininni að vaxa á næstu mánuðum, árum og áratugum. Við erum komnir til að vera. Hvaðan komum við?
Jón var fyrst á bílaleigu, svo eins og Speedy Gonzales dreifandi markaðsefni fyrir fyrirtæki um landið og gefandi endalaus tips um hvernig fyrirtæki gætu bætt sig í að markaðssetja sig. Og jú, svo þar á eftir með lítið rútufyrirtæki og elskar að vinna með heiðarlegum leiðsögumönnum að koma þeim og fyrirtækinu þeirra á framfæri!
Birgir eða “Bídjó” eins og hann vill láta kalla sig, var stjóri í leiðöngrum fyrir Iceland ProCruises leiðsegjandi og siglandi um Ísland og Grænland og fór svo í gegnum Startup Tourism hraðalinn 2017 og er iðnaðarverkfræðingur og markaðsfræðingur og elskar að taka vörur og þjónustur á markað og stýra vexti þjónustunnar þannig að hún skili góðri framlegð.
Ferlið: Þú tekur svo við keflinu: Við bjóðum þér lausnir sem henta þér … ekki bara eitthvað sem “bara” við viljum. Við hönnun lausnir sem þú getur síðan tekið við ef þú vilt - ef þú einhvern tímann kýst að nota ekki okkar þjónustu … eða ert búinn að læra þetta allt sjálfur. Svona sjáum þetta svona fyrir okkur að gefa þér allt, þú vex og lærir og saman bætum við fyrirtækið þitt, og með tímanum siglir þú síðan sjálfur.
Taktu þátt í að móta framtíðina og lífið þitt: Hafðu draum og löngun og ákveddu að eiga þinn hlut í markaðanum! Athugaðu að allt í heiminum í dag, byrjaði á þinni hugmynd eða þinni hugsun um það. Draumar og óskir láta þér líða vel … og ef þú vilt þá ætlum við að leggja allt sem við höfum í að hjálpa þér að hanna drauminn, smíða hann og upplifa hann.
Við erum alltaf vinir þínir, viltu vera vinur okkar? Viltu bjóða okkur í kaffi og spjalla og brainstorma? … Þar sem þú hlustar á tilfinninguna þína og skoðar tölurnar og tekur svo ákvörðun, hvernig hljómar það fyrir þér? Klikkaðu hér fyrir tölvupóst til okkar: » Skrefið er hjá þér! « Að taka ákvörðun er að hluti af því að byrja eitthvað :)
AÐ LOKUM »
Hvað þurfa aðilar í ferðaþjónustu að gera betur núna: Við skiljum sársaukapunkta ferðaþjónustunnar vel og hvernig fyrirtækin þurfi stefnu og vöxt og nýtingu á nýjustu tækninni og nýjustu markaðssetningarverkfærunum. Hér er bloggpóstur um hvað þarf að vera í topplagi núna: https://www.mogi.is/mogi-bloggid/nu-er-taekifaerid-ad-taka-til-hendinni
Birgir Robert Jóhannesson
Ég ætlaði frá unga aldri að aðstoða aðra að eiga meira á milli handanna. Með Mogi er ég byrjaður og koma á kerfum og ferlum til að selja meira.
» Nám
- 2004 Meistaragráða í rekstrarverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlin, áherslur markaðsfræði og rekstrur tæknifyrirtækja
- 2010 Markþjálfi frá Evolvia
- 2012 Samskiptaþjálfi Tækniháskólanum í Leipzig
- 2015 Leiðsögumaður frá MK
- 2019-2021 Í námi í stafrænni markaðssetningu
» Reynsla
Hef unnið í ferðaþjónust síðustu fimm ár. Sem markaðsstofa núna að aðstoða fyrirtæki í ferðaþjónustu að vaxa og koma sér á framfæri og selja!
- 2004-2014: Framleiddi hluta af Sveppabarnaefninu, Framleiðsla kvikmynda eins og Borgríki, sjálfstæð Verkefnavinna fyrir ýmisfyrirtæki, ýmis sölu og markaðsverkefni á námskeiðahaldi og ráðstefnum. Unnið fyrir Brynjar Karl hjá Keyhabits.is.
- 2015 Iceland ProCruises leiðsögumaður og aðstoðarmaður leiðangursstjóri
- 2016 Iceland ProCruiser Leiðangurrstjóri á móti Örvari Már Kristinnsyni
- 2016 haust, og 2017 vor: Gulleggið og svo Startup Tourism 2017, Ein af tíu hugmyndim af eitt hundrað. “IceYoga: Heilsuævintýri á ferð um landið”
- 2017 Iceland ProCruiser Leiðangurrstjóri á móti Örvari Már Kristinnsyni og Hermanni Guðmundssyni.
- 2018 Rekstur eigin fyrirtækis “Ísland með Leiðsögumanni” Leiðsegjandi túristum um Ísland í samstarfi við ferðaskrifstofu í Berlin.
- 2019 Rekstur eigin fyrirtækis “Ísland með Leiðsögumanni” Leiðsegjandi túristum um Ísland í samstarfi við ferðaskrifstofu í Berlin.
- 2020 Mogi Markaðsstofa stofnuð með Jóni Rúnari Jónssyni.
»Mínar 5 uppáhalds business bækur:
- "Rich Dad Poor Dad" Robert Kiyosaki hefur skrifað 18 bækur um business: Hann sagði “The Rich don’t work for money, they work for assets” eða búa til eignir sem búa til Cash Flow.
- “How to win friends … “ Dale Carnegie. Frábær bók um hvernig maður getur verið góður vinur bæði vina sinna og viðskiptavinanna sinna.
- “Managing Energy, Not Time, Is the Key to Performance” Tony Schwartz segir að orka manns, tilfinningar og andleg líðan sé það sam maður á að fókussa til að performa vel. Flott að googla hann líka og hlusta á Google Talkið hans.
- “Secret” by Rhonda Byrne. Heimurinn speglar utan frá það sem þú hugsar og tilfinningalega upplifir innra með þér. Þessa mynd þarf ekki að kynna. Gott að hlusta á til að tileinka sér vaxtarhugarfar (Growth mindset)
- "The Success Story Behind the World's Most Unusual Workplace” Richardo Semler, Ef þú ert að reka fyrirtæki … í alvöru, lestu þessa bók. Allgjör umbreyting í átt að byggja upp fyrirtæki með starfsfólkið sitt með í för.
» Meira um Birgir Robert ...
» Mikilvægt fyrir mér er ...
- Heilsan mín, andlega og líkamleg
- Heiðarleiki gagnvart sjálfum mér og öðrum.
- Frelsi í að ráða tímanum mínum
- Frelsi að afla og eiga eigin peninga
- Rómantísk ást til kærustunar, og vinir mínir
» Mottó og Dvalarstaður ...
- Ég bý í Reykjavik. Ólst upp í Búðardal, lærði í fjölbraut á Akranesi og fór erlendis í bæði viðskipta og verkfræði nám. Bætti síðar við að verða markþjálfi, enn síðar leiðsögumaður og er ætla núna njóta mín að vinna að byggja upp markaðsfyrirtæki og aðstoða fólk og fyrirtæki að markaðssetja vörurnar sínar og selja þær. Ég segi að án sölu lifir enginn business og er ástæðan fyrir því, af hverju flest fyrirtæki lifa ekki 5 ár af og lognast út af.
» Ég væri til í að vera mentoraður af tveimur snillingum: ...
- Richard Branson sem minnir mig á að ofhugsa ekki og bara “just do it”
- Steve Jobs minnir mig á að “hafa ástríðu fyrir hönnun á vörum og þjónustu til að gera líf okkar betra”
Jón Rúnar Jónsson
Flestir gera þau mistök að selja sömu manneskjunni eina vöru. Þið eigið að selja sömu manneskjunni margar vörur.
» Nám
- Bachelor í félags- og markaðsfræði frá Háskóla íslands.
- Ótal kúrsar kláraðir í stafrænni markaðssetningu
- Nemi í mastersnámi í Stjórnun og Stefnumótun við Háskóla Íslands
» Reynsla
Hef unnið í ferðaþjónustunni undanfarin fimm ár. Allt frá framlínu yfir í rekstur ferðaþjónustufyrirtækis.
- Sölufölltrúi á bílaleigu
- Framkvæmdastjóri Bæklingadreifingar
- Viðskiptastjóri hjá GreenKey
- Eigin rekstur á ferðaþjónustufyrirtæki
» Meira um Jón Rúnar ...
» Mikilvægt fyrir mér er ...
- Gott samfélag
- Ábyrg ferðaþjónusta
- Að skilja við tjaldsvæðið í betra ásigkomulagi en þegar ég kom að því
» Reynsla & Fyrri störf
Bæklingadreifing Ég starfaði hjá fyrirtæki sem sá um að dreifa bæklingum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Markmið Bæklingadreifingar er að aðstoða fyrirtæki að ná í fótatraffík ferðamanna inn á hótelum og á vinsælum viðkomustöðum ferðamanna. Í starfi mínu sá ég hvað sum fyrirtæki voru vel undirbúin og markaðsherferðir þeirra úthugsaðar frá A-Ö. Á þessu vil ég byggja og miðla reynslu minni til annarra því jafn mikið gott og ég sá, þá sá ég líka alltof mörg fyrirtæki sem voru illa undirbúin og vissu illa hvað þau voru að gera í sínu markaðsefni.
GreenKey Hjá GreenKey aðstoðaði ég einstaklinga og gististaði að hámarka sölu á gistirýmum. Ég sá til þess að þessir aðilar væru með hámarksnýtingu yfir mánuðinn, væru að selja fleiri gistinætur og að selja ferðamönnum aukahluti, svo sem morgunmat eða auka þjónustu. Ég áttaði mig fljótt á því að gistiþjónustan ætti svo ótal margt inni því lang flestir reiða sig á stóru sölusíðunar (airbnb/Booking/Expedia) í stað þess að búa til traffík inn á sitt eigið heimasvæði og um leið hámarka hagnað sinn.
Bílaleiga Þegar ég vann á bílaleigu sá ég mismunandi markhópa mæta á svæðið því ég var í framlínunni. Mér fannst merkilegt að þjóðerni viðskiptavina skipti oftast máli þegar kom að viðhorfi til þjónustu. Þetta var ekki alltaf algilt en sem dæmi vildu Bandaríkjamenn oftast spjalla, fá upplýsingar um áhugaverða staði til að skoða og spurðu mikið af spurningum. Á hinum endanum vildu Þjóðverjar að allt væri hreint og beint, fagmennsku og öryggi.
Þessi hugsun finnst mér skipta miklu máli í allri sölu og markaðsmálum fyrirtækja. Það verður að gera ráð fyrir menningu og hugsun mismunandi Þjóðerna.
» Markmið
Ég vil hjálpa þér að vaxa og nýta reynslu mína í það. Ég bý yfir hinum ýmsu tólum og tækju, vitneskju og áreiðanleika sem ég vil að sem flestir nýti sér. Að lokum legg ég ríka áherslu á að fyrirtæki séu alltaf að nýta sér nýjustu tækni og upplýsingar og séu upplýst um allt það nýjasta í markaðssetningu.