Ertu að velja hvaða vefsíðukerfi þú vilt nota?
Við hjá Mogi-Markaðsstofu notum Squarespace sem okkar vefsíðukerfi.
Að hafa fagmannlega vefsíðu skiptir miklu máli. Þegar kom að vefsíðugerð ákváðum ég og Jón Rúnar að velja https://www.squarespace.com/ sem okkar vefsíðukerfi. Við skoðuðum einnig önnur kerfi til að smíða vefsíðu eins og:
https://wordpress.com/ sem er algengasta kerfið á netinu fyrir vefsíðugerð, kostar minna í uppsetningu enn krefst ákveðnar þekkingar og viðhalds, sem er ekki alltaf hentugt fyrir þá sem vilja vefsíðu en sleppa við allt vesen.
https://www.drupal.org/ Við kunnum ekki að gera vefsíðu í Drupal. Þrátt fyrir það erum við að kynna okkur vefsíðugerð í Drupal því okkar langar að læra betur á þeirra kerfi. Miklir möguleikar þarna fyrir hendi að búa til flotta vefsíðu.
https://www.wix.com/ ódýrt jú, enn of einfalt að okkar mati. Það að kerfið þeirra sé einfalt í notkun þýðir ekki að vefsíða smíðuð í Wix sé léleg vefsíða. Okkur finnst bara vanta inn ákveðna hluti sem eru nauðsynlegir í vefsíðugerð.
https://www.weebly.com/ svona la-la kerfi að okkur fannst. Vissulega er vefsíðugerð í þessu kerfi mjög ódýrt en kerfið sjálft er of kassalaga. Okkur finnst kerfið of fast í sínu formi. Mælum þó með að þeir sem eru að byrja og þurfa að henda upp vefsíðu skoði þetta kerfi.
https://www.adobe.com/creativecloud/tools/website-builder.html hægt að gera flotta vefsíðu hérna.
https://www.squarespace.com/ er fyrir okkur mjög vinnuvistfræðilegt og flott kerfi. Það er einnig frábært fyrir Mobile tæki eins og síma og spjaldtölvur. Vefsíðugerð í þessu kerfi er einfalt og þú getur stillt, breytt og gerta svo ótrúlega mikið. Einn af stóru kostunum við þetta kerfi er að þeir uppfæra allan bakendann á þinni vefsíðu, svo þú þarft ekkert að hugsa um það.
Við val á þínu vefsíðukerfi skaltu hafa í hug að svo mikið af umferð í dag er í gegnum mobile traffic og þín vefsíða þarf að taka mið af því.
Tveir punktar í þessu samhengi.
Staðreynd er að við lesum fréttir mest í síma, sjá frétt Viðskiptablaðsins frá þessu ári 2020.
Gaman fannst okkur líka að sjá að nýja flugfélagið Play notar Squarespace fyrir hýsingu á sínu kerfi.