Ertu að velja hvaða vefsíðukerfi þú vilt nota?

Við hjá Mogi-Markaðsstofu notum Squarespace sem okkar vefsíðukerfi.

Að hafa fagmannlega vefsíðu skiptir miklu máli. Þegar kom að vefsíðugerð ákváðum ég og Jón Rúnar að velja https://www.squarespace.com/ sem okkar vefsíðukerfi. Við skoðuðum einnig önnur kerfi til að smíða vefsíðu eins og:

  1. https://wordpress.com/ sem er algengasta kerfið á netinu fyrir vefsíðugerð, kostar minna í uppsetningu enn krefst ákveðnar þekkingar og viðhalds, sem er ekki alltaf hentugt fyrir þá sem vilja vefsíðu en sleppa við allt vesen.

  2. https://www.drupal.org/ Við kunnum ekki að gera vefsíðu í Drupal. Þrátt fyrir það erum við að kynna okkur vefsíðugerð í Drupal því okkar langar að læra betur á þeirra kerfi. Miklir möguleikar þarna fyrir hendi að búa til flotta vefsíðu.

  3. https://www.wix.com/ ódýrt jú, enn of einfalt að okkar mati. Það að kerfið þeirra sé einfalt í notkun þýðir ekki að vefsíða smíðuð í Wix sé léleg vefsíða. Okkur finnst bara vanta inn ákveðna hluti sem eru nauðsynlegir í vefsíðugerð.

  4. https://www.weebly.com/ svona la-la kerfi að okkur fannst. Vissulega er vefsíðugerð í þessu kerfi mjög ódýrt en kerfið sjálft er of kassalaga. Okkur finnst kerfið of fast í sínu formi. Mælum þó með að þeir sem eru að byrja og þurfa að henda upp vefsíðu skoði þetta kerfi.

  5. https://www.adobe.com/creativecloud/tools/website-builder.html hægt að gera flotta vefsíðu hérna.

https://www.squarespace.com/ er fyrir okkur mjög vinnuvistfræðilegt og flott kerfi. Það er einnig frábært fyrir Mobile tæki eins og síma og spjaldtölvur. Vefsíðugerð í þessu kerfi er einfalt og þú getur stillt, breytt og gerta svo ótrúlega mikið. Einn af stóru kostunum við þetta kerfi er að þeir uppfæra allan bakendann á þinni vefsíðu, svo þú þarft ekkert að hugsa um það.

Við val á þínu vefsíðukerfi skaltu hafa í hug að svo mikið af umferð í dag er í gegnum mobile traffic og þín vefsíða þarf að taka mið af því.

Tveir punktar í þessu samhengi.

  1. Staðreynd er að við lesum fréttir mest í síma, sjá frétt Viðskiptablaðsins frá þessu ári 2020.

  2. Gaman fannst okkur líka að sjá að nýja flugfélagið Play notar Squarespace fyrir hýsingu á sínu kerfi.

Símar

eru mest notaðir við lestur á fréttum! Vefurinn þinn verður að vera mobile-friendly.

vefsíðugerð.png

Nýtt flugfélag er komið í loftið

Play notar https://www.squarespace.com/ sem vefsíðukerfi!

 
 

Við viljum gera þig betri. Gefa þér topp upplýsingar og topp þjónustu.

Viltu vita meira?

Hvernig ný síða kemur út fyrir þitt fyrirtæki í Squarespace? Hvað kostar hún með eins árs þjónustu þar sem þú tekur við keflinu því við kennum þér allt? Hvað þarft þú að koma með af efni og myndum? Hvernig safnar þú fólki á póstlista og heldur áfram að vaxa? Hvernig færðu umferð á síðuna þína eftir að þú tekur við keflinu? Hvernig nýtir þú póstlistann og hjálpar fólki/viðskiptavinum að fá meira út úr samskiptum við fyrirtækið þitt?

Þetta getum við sagt þér? Bjóddu okkur í kaffi eða komdu í kaffi til okkar og það byrjar á að hafa einfaldlega samband á hnappinum hérna til hliðar » 

 
Bijo @ Mogi-Marketing-Iceland

Bijo is an Icelandic adventure TourGuide and Videographer.

+ He owns his own tour operator www.icelandbyguide.com (corp.reg. 690216-0270 | VAT no.: 132547) and also a digital content creator agency Mogi Marketing: www.mogi.is, corp.reg. 710513-0820.

He works as a TourGuide and content creator in the form as a cinematographer and photographer based in Reykjavik, Iceland.

He is a former business engineer and health coach, and he specialises in outdoor videos for social media, particularly in the travel and lifestyle industry.

https://www.mogi.is
Previous
Previous

Oft var þörf en nú er nauðsyn, stafræn ferðaþjónusta á tímum Covid-19

Next
Next

Aðalástæðan af hverju 95% fyrirtækja lifa ekki lengur af enn tíu ár.