Markmið
Ég vil breyta því hvernig ferðaþjónustu aðilar nálgast og hugsa allt markaðsefni sem er miðað að ferðamönnum. Með nýrri og skilvirkari nálgun er auðvelt að selja meira, selja fleirum og selja hverjum og einum ferðamanni meira.
Nám:
Ég tók þá ákvörðun að taka BA gráðu í félagsfræði og markaðsfræði við Háskóla Íslands. Hugsunin var sú að félagsfræði er fræði sem leggur stund á að meta hegðun hópa og hvernig þessir hópar hugsa. Það var góður grunnur í markhópagreiningar og allar undirliggjandi pælingar sem þurfti svo til að birta auglýsingar á réttan hóp. Sterkasta setning sem ég veit er ,, Þegar þú veist hvernig ákveðnir hópar hugsa þá er auðvelt að hafa áhrif á þá”.
Reynsla:
Undanfarin ár hef ég lifað og hrærst í ferðaþjónustunni. Allt frá því að vera í framlínunni að kynnast ferðamanninum yfir í það að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga og einnig minn eigin rekstur.
Á bílaleigunni Go Car Rental vann ég í framlínunni og saug alla vitneskju í mig eins og svampur. Ég var fljótur að sjá hvað ferðamenn vildu, hvað þeir vildu ekki og hvernig þjónustu þeir vildu.
Þaðan færði ég mig yfir í Bæklingadreifingu þar sem að ég aðstoðaði fyrirtæki að vera sýnileg á hótelum og fjölförnum ferðamannastöðum. Dreifing bæklinga og kyningarefnis var nauðsynlegt skref hjá fyrirtækjum að ná í fótatraffík ferðamanna. Í starfi mínu þar fékk ég að skyggnast bakvið tjöldin hjá ferðaþjónustunni og sá ég þar hvað mætti betur fara og hvað var vel gert. Ég áttaði mig á því að margir höfðu ekki hugmynd um hvað það eru til margar gerðir af ferðamönnum og að þeir hugsa allir á mismunandi hátt. Það var mjög eðlislægt hjá markaðsfólki fyrirtækjana að setja alla ferðamenn undir sama hátt. Því vil ég breyta.
Eftir Bæklingadreifingu lá leið mín í gistiþjónustuna þar sem að ég aðstoðaði einstaklinga í því að ná betri árangri á AIRBNB og kom að rekstri hótela. Starf mitt fyrir hótelin sneri alltaf að því að auka sölu og hámarka nýtingu.
Á sama tíma rak ég framsækið og öðruvísi rútufyrirtæki þar sem að þjónustustigið var hátt, nálægð og vinátta við viðskiptavini mikil og gæði í fyrirrúmi. Í þessu fyrirtæki gat ég nýtt alla þá reynslu sem ég hafði safnað að mér til að gera sterka og flotta einingu sem hægt var að vera stoltur af.