Þegar þú varst lítill vissir þú líklega nákvæmlega hvað þú vildir verða þegar þú ólst upp. En þegar við eldumst og gerum okkur grein fyrir því að verða ballerína / geimfari er ólíklegt, þetta klassíska barnaspurning verður erfiðara að svara fyrir mörg okkar. Nóg af okkur leggur allt til fullorðinsára - kannski jafnvel áratugi inn í feril - án þess að vita raunverulega hvað þau vilja gera við líf okkar.

Einn valkosturinn er að blanda sér í gegnum það starf sem þú lentir í. Það borgar reikningana, en fjöldi rannsókna bendir til að þú munt eftir því sjá eftir því bitur. Auk þess þarf heimurinn fleiri menn sem eru ástríðufullir frá dýpstu hæfileikum sínum og framtíðarsýn.

Ég súper vel eftir þegar ég var að hlusta á markaðsfræði í tækniháskólanum í Berlín í Þýskalandi 2004 að ég hugsaði “af hverju fór ég ekki bara í hreint markaðsfræðinám í stað rekstrarverkfræðinnar?  Ég hef endalausa orku og áhuga þegar ég er í þessum markaðspælingum” 

Ég kom heim úr námi, fór í verkfræði enn fannst vilja fá meira ástríðu inn í starfið mitt. Hvað gerir maður … maður leitar eða er óánægður áfram, ég leitaði og breytti og prufaði kvikmyndaframleiðslu, verkefnastjórnun, markaðssetningu og námskeiðahald. 

Daginn fyrir fyrsta námskeiðsdaginn í stafrænni markassetningu hjá Valdimar í HR, þá veiktist vinkona mín og bað mig um að fara með sig læknis um nóttina og ég fór óútsofin í fyrsta tíma. Eins og Valdimar man mögulega eftir þá, var ein gleði-orku-sprengja allan daginn því það var svo gaman. Ég hugsaði hvenær ætla ég að stofna loksins mitt eigið markaðsfyrirtæki? 

Ég var þá nýútskrifaður leiðsögumaður og búinn með fyrsta sumarið í vinnu fyrir Guðmund í Iceland ProCruises!  Á næstu árum fór ég að undirbúa eigið ferðaþjónustufyrirtæki, enn mér gekk illa að selja. Svo féll aðalpartnerninn minn í Þýskalandi með falli Wowair sem sýndu mér líka hvað bæði það að selja ekki nóg og sveiflur á verði á hráefnum og aðföngum getur keyrt mig og aðra um koll. 

Ég fór að rannsaka hvað sé vandamál flestra fyrirtækja og af hverju lifa fyrirtæki oft ekki lengur enn fimm ár? Ástæður voru ýmissar en sú langmikilvægasta er að fyrirtæki selja ekki.  

Hvort sem þú notar okkur eða aðra, flest okkar eru flink í að búa til mat, leiðsögn, keyra jeppa enn ekki endilega fær í að selja. Án peninga lifir ekkert fyrirtæki. 

Mín ástríða er að greina hvað sé í gangi og í brainstorm-sameiningu skoða skrefin í möguleikunum í að búa til skilvirkt sölukerfi í kringum kerfið sem er til staðar … eða þróa nýja viðskiptahugmynd og með henni sölukerfi og  og koma henni á markað.   Ásamt Jóni Rúnari, hef ég ákveðið að stökkva af stað og hefja þetta ferðalag að skoða hvernig við getum orðið öðrum og sjálfum okkur að meira gagni. 

Birgir R Jóa meðstofandi Mogi Markaðsstofu.